Leita í fréttum mbl.is

Reykur og gufa í Reykjavík

Hér kvaddi vetur í gær með ósköpum í henni Reykjavík. Fyrst brann Haraldarbúð, Fröken Reykjavík og Cafe Ópera - allt hornið Austurstræti-Lækjargata fuðraði upp síðdegis og ekki var líft í miðbænum í nágrenninu, - óskaplegt menningartjón - og svo sprakk heitavatnsæð á Vitastíg í gærkvöldi og 80 stiga heitt vatn rann eins og stórfljót niður Laugaveginn. Sjóðheitt vatnið sprautaðist um götur og gangstéttar og sjö manns brenndust á fótum. Gufan og reykurinn í báðum tilvikum voru slík að Reykjavík stóð undir nafni og meira en það.

 

Jæja, nú er sumarið komið og sólin skín þótt ekki sé hlýtt - það fraus saman í nótt, - sem boðar gott! Er búin að vera á skemmtunum og í skrúðgöngum víða um bæinn í dag og er nú að byrja að henda kosningaefni niður í tösku. Við Rannveig Guðmundsdóttir erum á förum í fyrramálið til Oslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar til að hitta Íslendinga um helgina og ræða við þá um kosningarnar og stefnumál Samfylkingarinnar.

 

Gleðilegt sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband