Leita í fréttum mbl.is

Firrtur fjármálaráðherra og fátækt barna

   "Drengir, sjáið þið ekki veisluna?"  - voru viðbrögð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins við þeirri staðreynd að barnabætur hafa lækkað ár frá ári  í tíð ríkisstjórnarinnar þar til nú rétt fyrir kosningar, en málið var rætt í þinglok. 

Þeim um 5.300 börnum sem eru í fjölskyldum sem hafa tekjur undir fátæktarmörkum á Íslandi hefur ekki verið boðið til veislu ráðherrans. Í þeirri veislu eru aðrir. 

Á ráðstefnu Félags félagsfræðinga, sem ég sat í síðustu viku, fóru sérfræðingar yfir afleiðingar fátæktar á íslensk börn. Niðurstöður rannsóknanna sem kynntar voru vöktu sorg og óhug hjá mér. 

Ein rannsóknin mældi upplifun unglinga á peningaskorti á heimilinu og tengsl við vanlíðan og vanda þeirra, þátttakendur voru 7.500 grunnskólabörn árið 2006.

Önnur mældi upplifun barna á fjárhagsstöðu foreldranna og tengsl hennar við bágt heilsufar þeirra sjálfra. Þar tóku þátt um 12.000 grunnskólabörn í fyrra.  

Niðurstöður beggja rannsóknanna eru marktækar;

Bein tengsl eru milli fjárhagslegrar afkomu foreldra og andlegrar líðanar barna.  Fátækustu börnin voru margfalt líklegri til þess að sýna mikil einkenni depurðar, að vera leið og einmana, langa til að gráta og eiga erfitt með að sofna.

Fátæk börn fóta sig verr í skólakerfinu og gengur illa í námi.  

Fátæku börnin töldu sig síður bundin af reglum samfélagsins. Þeim fannst heimurinn óréttlátur.

Börnin sem upplifðu fátækt fannst þau heilsulausari, þau hreyfðu sig minna, voru of þung, borðuðu óhollari mat, minna af ávöxtum og fóru mun sjaldnar til tannlæknis en önnur börn.  

Árið 2005 var rannsökuð tannheilsa 2.250 grunnskólabarna og niðurstöðurnar, - jú,  því lægri sem tekjur foreldranna voru þeim mun meiri voru tannskemmdirnar.  

Þarf frekari vitna við að gefa þurfi þessum stjórnarherrum frí í vor?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband