27.4.2007 | 10:45
"Menn eiga ekki að sitja í stjórn of lengi"
sagði Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins, aðspurður um ástæður þess að Jóhannesi Geir var skipt út fyrir Pál Magnússon fv. aðstoðarmann Valgerðar, í stjórnarformennsku Landsvirkjunar.
Þarna hitti Jón naglann á höfuðið. Menn eiga ekki að sitja of lengi í valdastöðum, - og menn eiga ekki heldur að sitja of lengi í ríkisstjórn. Þeir verða værukærir, - vald spillir. Nú er bitlingaúthlutunin í fullum gangi hjá stjórnarliðinu sbr. stjórnarformennskuna og svo ber að halda til haga annarri misnotkun á valdi, sem hefur verið í fréttum, - ég segi ekki meir. Kjósendur ættu að taka þessi orð flokksmannsins alvarlega. Það er ekki hollt fyrir neinn hvorki flokk né fólkið í landinu að sömu menn stjórni of lengi. Eftir 12 og 16 ára setu er kominn tími til að breyta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)