Leita í fréttum mbl.is

"Menn eiga ekki að sitja í stjórn of lengi"

sagði Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins, aðspurður um ástæður þess að Jóhannesi Geir var skipt út fyrir Pál Magnússon fv. aðstoðarmann Valgerðar, í stjórnarformennsku Landsvirkjunar.

Þarna hitti Jón naglann á höfuðið.  Menn eiga ekki að sitja of lengi í valdastöðum, - og menn eiga ekki heldur að sitja of lengi í ríkisstjórn. Þeir verða værukærir, - vald spillir. Nú er bitlingaúthlutunin í fullum gangi hjá stjórnarliðinu sbr. stjórnarformennskuna og svo ber að halda til haga annarri misnotkun á valdi, sem hefur verið í fréttum, -  ég segi ekki meir. Kjósendur ættu að taka þessi orð flokksmannsins alvarlega. Það er ekki hollt fyrir neinn hvorki flokk né fólkið í landinu að sömu menn stjórni of lengi. Eftir 12 og 16 ára setu er kominn tími til að breyta.


Bloggfærslur 27. apríl 2007

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband