Leita í fréttum mbl.is

Klettagæsir á Þingvöllum

Í dag heyrði ég af sérkennilegum breytingum á lífsháttum gæsa. Á Þingvöllum hafa gæsir tekið upp á því að setjast að í hamraveggjum gjánna, gera sér þar hreiður og verpa. Ekki er vitað til þess að sögn þjóðgarðsvarðar að gæsir hafi tekið upp á þessu fyrr. Ég var á ferð með Þingvallanefnd í dag í fallegu veðri eftir fyrsta fund nefndarinnar og gengum við niður Almannagjá og þá sagði Sigurður þjóðgarðsvörður mér frá þessu merkilega háttalagi gæsanna.

Nýverið sá ég mynd í Mogga af gæsahreiðri á floti í Hálslóni. Þessi háttur gæsanna á Þingvöllum hefur greinilega ekki frést austur, því þá hefðu þær án efa byggt hreiður sín í Dimmugljúfrum og dvalið þar óhultar með ungana sína. Hver veit nema það komi fréttir af því næsta sumar að gæsir víðar en á Þingvöllum gerist klettagæsir?


Bloggfærslur 26. júní 2007

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband