Leita í fréttum mbl.is

Slæm samviska

Nú blossar upp bullandi samviskubit hjá framsóknarmönnum vegna vanrækslu í málefnum eldri borgara.
Það má sjá á heimasíðu Framsóknarflokksins og í skrifum heilbrigðisráðherra undanfarið. Framsókn hefur haft málaflokkinn á sinni hendi í 12 ár og aldraðir finna á eigin skinni hvernig flokknum hefur farist stjórn hans úr hendi. Það er svolítið seint að koma nú með loforð og áætlanir um úrbætur, - á næstu árum og ártugum. Það er ólíklegt að þeir verði í aðstöðu til að uppfylla þau loforð og svo trúir þeim ekki nokkur maður eftir það sem á undan er gengið.

Staðan eftir 12 ára valdatíð yfir málefnum aldraðra

Þriðji hver eldri borgari þarf að lifa undir lágmarksframfærslu, 400 eru í brýnni þörf í bið eftir hjúkrunarrýmum, 70 eru fastir inni á Landspítala og yfir 900 eru í þvingaðri samvist við aðra í fjölbýli á hjúkrunarheimili.

Ekkert nýtt hjúkrunarrými bættist við á höfuðborgarsvæðinu árið 2006, þar sem hjúkrunarvandinn er mestur, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, loforð, yfirlýsingar og undirskriftir ráðherra ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum.

Heimahjúkrun er mun lakari hér á landi en á öllum hinum Norðurlöndunum. Starfsfólk hjúkrunarheimila neyðist til að vekja athygli á bágum kjörum sínum með setuverkföllum. Skammtímarýmum fyrir heilabilaða fækkar árlega, - er nú aðeins eitt á Landakoti, en voru tvö í haust. Öldruð hjón og pör eru aðskilin á síðustu æviárunum vegna úrræðaleysis í vistunarmálum.
Skattbyrði eldri borgara hefur aukist á valdatíma ríkisstjórnarinnar og kjör þeirra dregist aftur úr öðrum hópum í samfélaginu.
Framsóknarmenn hafa líka ítrekað greitt atkvæði á Alþingi gegn kjarabótum
fyrir eldri borgara s.s. hækkun á frítekjumarki, hærri bótum, minni tekjutengingum, afnámi tekjutengingar við tekjur maka, og að Framkvæmdasjóður aldraðra fari í uppbyggingu hjúkrunarrýma eins og hann var stofnaður til.
Ráðherra Framsóknarflokksins notaði fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra í kynningarbækling fyrir sjálfan sig.

Af þessari upptalningu er augljóst að það er aðkallandi að Framsóknarflokkurinn fái frí frá málefnum eldri borgara. Aldraðir þurfa ekki síður frí frá þeim flokki.

Skýr stefna Samfylkingarinnar
Stefnuáherslur Samfylkingarinnar og 60 + í málefnum eldri borgara í komandi Alþingiskosningum voru kynntar á fjölmennum fundum í um síðustu helgi og eru sem hér segir:

    1. Lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega eins og hún mælist í neyslukönnun Hagstofu Íslands hverju sinni. Leiðrétting fari fram í áföngum.
    2. Frítekjumark vegna tekna aldraðra verði hækkað í 100 þús. kr. og nái jafnt til lífeyristekna og atvinnutekna.
    3. Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur ellilífeyrisþega.
    4. Skattar á tekjur úr lífeyrissjóðum verði lækkaðir í 10%.
    5. Skattleysismörk verði hækkuð í áföngum á næsta kjörtímabili í samræmi við breytingar á launavísitölu. Ef þessari reglu hefði verið fylgt væru skattleysismörk 136 þúsund krónur í stað 90 þúsund króna eins og þau eru í dag.
    6. Ráðist verði í stórátak í uppbyggingu fjölbreytilegra búsetuúrræða fyrir eldri borgara og heimahjúkrun aukin til muna. Lögð verði áhersla á að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Á hjúkrunar- og dvalarheimilum verði nægt framboð sérbýla.
    7. Málefni eldri borgara verði flutt til sveitarfélaga þar sem því verður við komið.
    8. Stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra.

Samfylkingin mun setja þennan málaflokk í forgang komist hún í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor.







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband