Leita í fréttum mbl.is

Hætta steðjar að heimili okkar

  

Í gær buðum við í Samfylkingarbíó. Fullur salur í Háskólabíói sá mynd Al Gores um loftslagsbreytingarnar. Myndin fékk Óskarinn í síðustu viku, - þetta er mynd sem ætti að vera skyldumæting á, allstaðar - og ekki síst í Bandaríkjunum. Það er ekki laust við að maður verði yfirmáta meðvitaður í orku- og mengunarmálum eftir slíka vakningu.

Gore lýsti allri þeirri vá sem steðjar að vegna mengunar í heiminum og hvernig við verðum að bregðast við. Hætta steðjar að heimili okkar, – jörðinni - og það er verkefni okkar að hlúa að þessu heimili, - við eigum ekki í önnur hús að venda.

 

Hvers vegna eigum við Íslendingar að eyðileggja fagra náttúru, reisa virkjanir, nýta ódýra og hreina orku okkar til mengandi álframleiðslu svo að bandarískir unglingar geti drukkið gosdrykki úr áldósum sem þeir henda síðan frá sér og menga umhverfið (en ekki er skilaskylda á áldósum í Bandaríkjunum)? Er það okkar hlutverk að halda niðri verði á áli með ódýrri orku, svo vopnasalar geti selt ódýr vopn og stríðstól til ófriðarsvæða í þriðja heiminum, - eða til að lágstéttar-Bretar geti flogið ódýrt á fyllerí til Ibiza, vegna þess hve álið í flugvélunum er ódýrt? Hafa menn ekki hugsað út í það að ef Golfstraumurinn fer af leið verða fiskimiðin okkar ekki lengur gjöful, - fyrir utan að það verður illa byggilegt hér?

 

Þetta eru dæmi um viðhorf sem fram komu í umræðum á glæsilegum fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um helgina.

 

Þetta var fundur um loftslagsbreytingarnar og hlýnun jarðar. Þar hélt Árni Finnsson mjög áhugavert erindi. Mörður Árnason fór yfir stefnu okkar í Fagra Íslandi, sem snýst um hvernig við viljum bregðast við þessu stærsta verkefni stjórnmálanna. Þróunin verður ekki stöðvuð en við verðum að bregðast við strax.

Ég ræddi um alþjóðlegt samstarf sem Samfylkingarfólk og jafnaðarmenn á Norðurlöndum taka þátt í til að reyna að sporna gegn hlýnuninni og þeim óskaplegu áhrifum sem hún hefur í för með sér. Þetta mál hafur verið eitt helsta viðfangsefni umhverfis- og náttúruauðlindanefndar Norðurlandaráðs, sem ég hef átt sæti í undanfarin fjögur ár. Þetta er eitt stærsta verkefni stjórnmálanna nú og þar verða allir jarðarbúar að leggja sitt af mörkum.

Á heimasíðu minni eru tvær greinar um málið sem birtust nýverið.

 www.althingi.is/arj

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær pistill. Ég verð margs vísari, þetta með dósirnar í USA er bara eins og spaug! Ekkert skilagjald, ja þetta ætti annars ekki að koma á óvart í sýndarmennskulandinu.

Edda Agnarsdóttir, 5.3.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

Já - er þetta ekki dæmigert fyrir Bandaríkjamenn? Þeir standa sig alls ekki í umhverfismálum, - hafa ekki einu sinni staðfest Kyoto bókunina og menga manna mest. Það er víða pottur brotinn.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 6.3.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband