Leita í fréttum mbl.is

Reykvískar konur geta breytt sögunni

Ég hef sjaldan fylgst með eldhúsdagsumræðum af meiri athygli en nú. Ingibjörg Sólrún bar af forystumönnum flokkanna, bæði í framgöngu og málflutningi. Mikið gætum við íslenskar konur verið stoltar af henni sem forsætisráðherra.

Það er í valdi kvenna á höfuðborgarsvæðinu að gera kosningarnar í vor sögulegar og gera konu, - reynda konu, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík - að fyrsta forsætisráðherra Íslands.

Konu sem hefur látið verkin tala þegar hún var í aðstöðu til að breyta einhverju, - við munum t.d. hvernig ástandið var í dagvistarmálunum áður en Ingibjörg Sólrún kom í ráðhúsið. Það var eins og ástandið er í hjúkrunarmálunum nú. Hún breytti stöðunni gagnvart barnafólkinu og hún mun leysa hjúkrunarvandann komist Samfylkingin til valda. Og ekki má gleyma jafnréttismálunum, sem hún náði miklum árangri í með því að setja þau í forgang í borginni.

Til þess að stuðla að þeim sögulegu tíðindum að kona verði forsætisráðherra verða konurnar sem studdu okkur jafnaðarmenn, - kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum - að styðja okkur áfram.

Hugsið ykkur hversu mikilvægt það er í jafnréttis- og kvennabaráttunni að ungt fólk fái slíka fyrirmynd, konu sem forsætisráðherra – frekar en að í forsætisráðuneytið setjist einn karlinn enn að loknum kosningum.

Kona í forsætisráðuneytinu hefði sambærileg áhrif og þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Það hafði ótrúlega mikil áhrif á stöðu kvenna og viðhorf landsmanna til þess að konur standi jafnfætis körlum í forystuhlutverkum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Eigum við ekki bara að leyfa köllunum að eiga þetta allt fyrir sig?

Við konurnar eruð orðnar verðlausar og nú er bara að athuga hvort þeir geri þetta ekki bara einir?

Þetta er orðið svo fyndið að við þurfum að snúa aftur til forngrikkja og fá hugmyndirnar þaðan eins og konurnar strækuðu í "Lýsiströtu"!

Nú svo stofna konur bara nýtt þing fyrir Íslendinga og byrjað upp á nýtt.

Edda Agnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband