20.3.2007 | 15:05
Firrtur fjármálaráđherra og fátćkt barna
"Drengir, sjáiđ ţiđ ekki veisluna?" - voru viđbrögđ fjármálaráđherra Sjálfstćđisflokksins viđ ţeirri stađreynd ađ barnabćtur hafa lćkkađ ár frá ári í tíđ ríkisstjórnarinnar ţar til nú rétt fyrir kosningar, en máliđ var rćtt í ţinglok.
Ţeim um 5.300 börnum sem eru í fjölskyldum sem hafa tekjur undir fátćktarmörkum á Íslandi hefur ekki veriđ bođiđ til veislu ráđherrans. Í ţeirri veislu eru ađrir.
Á ráđstefnu Félags félagsfrćđinga, sem ég sat í síđustu viku, fóru sérfrćđingar yfir afleiđingar fátćktar á íslensk börn. Niđurstöđur rannsóknanna sem kynntar voru vöktu sorg og óhug hjá mér.
Ein rannsóknin mćldi upplifun unglinga á peningaskorti á heimilinu og tengsl viđ vanlíđan og vanda ţeirra, ţátttakendur voru 7.500 grunnskólabörn áriđ 2006.
Önnur mćldi upplifun barna á fjárhagsstöđu foreldranna og tengsl hennar viđ bágt heilsufar ţeirra sjálfra. Ţar tóku ţátt um 12.000 grunnskólabörn í fyrra.
Niđurstöđur beggja rannsóknanna eru marktćkar;
Bein tengsl eru milli fjárhagslegrar afkomu foreldra og andlegrar líđanar barna. Fátćkustu börnin voru margfalt líklegri til ţess ađ sýna mikil einkenni depurđar, ađ vera leiđ og einmana, langa til ađ gráta og eiga erfitt međ ađ sofna.
Fátćk börn fóta sig verr í skólakerfinu og gengur illa í námi.
Fátćku börnin töldu sig síđur bundin af reglum samfélagsins. Ţeim fannst heimurinn óréttlátur.
Börnin sem upplifđu fátćkt fannst ţau heilsulausari, ţau hreyfđu sig minna, voru of ţung, borđuđu óhollari mat, minna af ávöxtum og fóru mun sjaldnar til tannlćknis en önnur börn.
Áriđ 2005 var rannsökuđ tannheilsa 2.250 grunnskólabarna og niđurstöđurnar, - jú, ţví lćgri sem tekjur foreldranna voru ţeim mun meiri voru tannskemmdirnar.
Ţarf frekari vitna viđ ađ gefa ţurfi ţessum stjórnarherrum frí í vor?
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.