Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmdasjóðurinn skili sér í uppbyggingu

 Samfylkingin ætlar að tryggja að greiðslur úr Framkvæmdasjóði aldraðra verði notaðar í uppbyggingu í þeirra þágu. Ekki er vanþörf á. Samfylkingin hefur auglýst þetta og stendur við hvert orð í þeirri auglýsingu enda allt rétt sem í henni stendur.

“Ný sýn - Nýjar áherslur”. Framkvæmdasjóður aldraðra var látinn greiða fyrir gerð og útsendingu kynningarbæklings heilbrigðisráðherra með þessari yfirskrift um persónulegar áherslur hennar í öldrunarmálum. Ef til vill löglegt, en er það siðlegt?  

Barátta Svavars Sigurðssonar gegn eiturlyfjum, Óperukórinn, Söngskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Ungmennafélag Íslands, Tónaljón og fjöldi einstaklinga og samtaka hefur fengið styrki úr sjóðnum, jafnvel án þess að vita að peningarnir komi þaðan. Allt án efa ágætis verkefni, - en á Framkvæmdasjóðurinn að standa straum af þeim?

Í Framkvæmdasjóðinn greiða allir landsmenn nefskatt til að byggja upp þjónustu við aldraða. Það er hneisa að fé úr sjóðnum sé notað í hin og þessi verkefni þegar 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarýmum, hátt í 1000 aldraðir hjúkrunarsjúklingar eru í þvingaðri samvist í fjölbýlum og 70 manns eru fastir inni á LSH í allt að ár vegna þess að þeir komast ekki inn á hjúkrunarheimili.

Ekkert nýtt hjúkrunarpláss hefur bæst við á síðasta ári og ekkert á þessu ári, þrátt fyrir fögur loforð heilbrigðisráðherra ríkisstjórnarinnar reglulega í tólf ár. Framkvæmdirnar á þeim bæ er ein skóflustunga í ár!

Skuldar ríkisstjórnin ekki öldruðu, veiku fólki afsökunarbeiðni á þessu ástandi? Afsökunarbeiðni á meðferð mikilla peninga úr mörkuðum tekjustofni, Framkvæmdasjóðnum, í ýmis gæluverkefni þegar verkefnin sem sjóðurinn var stofnaður til að kosta með sérstökum skatti eru látin sitja á hakanum.

Við jafnaðarmenn munum leysa hjúkrunarvandann á næstu tveimur árum komumst við í ríkisstjórn. Við stöndum við gagnrýni okkar á framgöngu og vanrækslu ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra.

Ástandið í hjúkrunarmálunum eru talandi dæmi um það að 12. maí verður að gefa ríkisstjórnarflokkunum frí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband