Leita í fréttum mbl.is

Reykur og gufa í Reykjavík

Hér kvaddi vetur í gær með ósköpum í henni Reykjavík. Fyrst brann Haraldarbúð, Fröken Reykjavík og Cafe Ópera - allt hornið Austurstræti-Lækjargata fuðraði upp síðdegis og ekki var líft í miðbænum í nágrenninu, - óskaplegt menningartjón - og svo sprakk heitavatnsæð á Vitastíg í gærkvöldi og 80 stiga heitt vatn rann eins og stórfljót niður Laugaveginn. Sjóðheitt vatnið sprautaðist um götur og gangstéttar og sjö manns brenndust á fótum. Gufan og reykurinn í báðum tilvikum voru slík að Reykjavík stóð undir nafni og meira en það.

 

Jæja, nú er sumarið komið og sólin skín þótt ekki sé hlýtt - það fraus saman í nótt, - sem boðar gott! Er búin að vera á skemmtunum og í skrúðgöngum víða um bæinn í dag og er nú að byrja að henda kosningaefni niður í tösku. Við Rannveig Guðmundsdóttir erum á förum í fyrramálið til Oslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar til að hitta Íslendinga um helgina og ræða við þá um kosningarnar og stefnumál Samfylkingarinnar.

 

Gleðilegt sumar!


Bloggfærslur 19. apríl 2007

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband