28.3.2007 | 17:36
Sólrún, Sahlin og Thorning Smith
Flottir foringjar, - formenn þriggja jafnaðarflokka á Norðurlöndunum verða á landsfundinum okkar í Egilshöll.
Mona Sahlin nýkjörinn formaður sænska jafnaðarflokksins og Helle Thorning Schmidt formaður danska jafnaðarflokksins munu ávarpa landsfund Samfylkingarinnar á setningardaginn þann 13. apríl. Þær hafa þekkst boð Ingibjargar Sólrúnar um að heiðra okkur með nærveru sinni. Þarna gefst sögulegt tækifæri til að hlusta á þessar forystukonur í stjórnmálum á Norðurlöndum og heyra viðhorf þeirra til helstu viðfangsefna jafnaðarmanna, um nýjustu strauma í velferðarmálum og fleira sem á þeim brennur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.