Leita í fréttum mbl.is

Unga Ísland

 

 

Eitt mikilvægasta verkefni samtímans er að tryggja velferð barna á Íslandi. Niðurstöður kannana sem kynntar hafa verið undanfarið sýna að þar er verk að vinna. Of mörgum börnum hér líður illa. Vinnutími foreldra er of langur og álag mikið á foreldrum ungra barna. Upplausn í fjölskyldum og flókin fjölskyldutengsl vekja vanlíðan hjá börnum.

 

Það koma m.a. fram í máli Sigrúnar Júlíusdóttur prófessors í HÍ í morgun á ráðstefnunni "Mótum framtíð" sem stendur nú yfir á Nordica hótelinu. Ég minni líka á átakanlegar niðurstöður tveggja nýlegra rannsókna um átakanlegar afleiðingar fátæktar á börn, en 5.300 eru í fjölskyldum með tekjur undir fátæktarmörkum.

 

Við í Samfylkingunni mun á næsta kjörtímabili beita okkur fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi. Það verður gert í samstarfi við foreldra, skóla, sveitarfélög, samtök atvinnurekenda, verkalýðsfélög, meðferðaraðila, samtök sem vinna að heill barna og samtök fólks af erlendum uppruna. Þessi stefnumótun Samfylkingarinnar í málefnum barna og ungmenna var kynnt í dag. Hún er metnaðarfull og framsækin.

 

Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og það er mikilvægur mælikvarði á framsýni þjóða, hvernig þær búa yngstu kynslóðir sínar undir framtíðina. Við viljum að börnin okkar verði sterkir og sjálfstæðir einstaklingar.

 

Til þess að öll börn eigi þess kost að rækta og njóta hæfileika sinna til fulls, þarf að skapa þeim hagstæð uppvaxtarskilyrði og jafnframt foreldrum góðar aðstæður til að sinna uppeldi þeirra og uppvexti. Skólum þarf að skapa skilyrði til að standa vel að menntun þeirra og gott stuðnings- og öryggisnet þarf að vera til staðar ef út af bregður.

 

Stöndum vörð um börnin okkar -fjárfestum í framtíðinni

 

Það mun Samfylkingin leggja ríka áherslu á komist hún í ríkistjórn eftir kosningarnar 12. maí.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með nýja útlitið á síðunni. Svokallaðar teygjufjölskyldur eru staðreyndar fyrirbæri og því miður gengur allt út á að sýna bara gömlu hefðbundnu fjölskylduna, auglýsingar, bækur, blöð og umfjöllunin um fjölskylduna i skóla nútímans er um gömlu fjölskylduna.

Edda Agnarsdóttir, 31.3.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

Takk Edda mín, er þetta ekki allt annað? Lestu - Unga Ísland, - stefnan er komin út í þessum líka fína bæklingi.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 1.4.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sæl Ásta! Mig langar að óska ykkur öllum sem að stóðu innilega til hamingju með þessa frábæru ráðstefnu á fimmdudaginn og föstudaginn. Hún var mjög skemmtileg og fjölbreytt. Á eftir að lesa Unga Ísland, en geri það án nokkurs vafa bráðlega  

Laufey Ólafsdóttir, 2.4.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

Já Laufey mín, þetta var glæsileg ráðstefna og málefnin mikilvæg. Lestu endilega Unga Ísland. Þatta er flott áætlun - nú verða börnin og hagur þeirra í forgangi. það er löngu orðið tímabært.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 3.4.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband