27.4.2007 | 10:45
"Menn eiga ekki að sitja í stjórn of lengi"
sagði Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins, aðspurður um ástæður þess að Jóhannesi Geir var skipt út fyrir Pál Magnússon fv. aðstoðarmann Valgerðar, í stjórnarformennsku Landsvirkjunar.
Þarna hitti Jón naglann á höfuðið. Menn eiga ekki að sitja of lengi í valdastöðum, - og menn eiga ekki heldur að sitja of lengi í ríkisstjórn. Þeir verða værukærir, - vald spillir. Nú er bitlingaúthlutunin í fullum gangi hjá stjórnarliðinu sbr. stjórnarformennskuna og svo ber að halda til haga annarri misnotkun á valdi, sem hefur verið í fréttum, - ég segi ekki meir. Kjósendur ættu að taka þessi orð flokksmannsins alvarlega. Það er ekki hollt fyrir neinn hvorki flokk né fólkið í landinu að sömu menn stjórni of lengi. Eftir 12 og 16 ára setu er kominn tími til að breyta.
Athugasemdir
Það mætti halda að Jón Sigurðsson telji Framsóknarflokkinn hafa allan endurnýjast, yngst og orðið sprækur af því hann gekk þar inn. En það er mikill misskilningur, það þarf að breyta í stjórnun landsins.
Þú stóðst þig frábærlega í Kastljósþættinum í gær, var stolt af þér!
Baráttukveðjur!
Lára Stefánsdóttir, 2.5.2007 kl. 10:40
Þetta fannst mér mjög spaugilegt þegar ég sá þetta í fréttum.
Ég er alveg sammála honum og ég vona þjóðin líka. Við erum komin með nóg af framsókn!
kveðja,
Páll Einarsson, 2.5.2007 kl. 22:47
Já þetta er alveg hárrétt hjá Jóni.
En hann ætti þá líka að skoða meira en bara stjórn Landsvirkjunar.
Jens Sigurjónsson, 3.5.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.